Bræðraborgarstígur 5, 101 Reykjavík (Miðbær)
57.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
4 herb.
124 m2
57.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1946
Brunabótamat
41.150.000
Fasteignamat
55.950.000

Kauptilboði hefur verið tekið í eignina.......

Fasteignasala Kópavogs / Gunnlaugur Hilmarsson kynna: Góða og fallega 4ra herbergja íbúð á góðum stað við Bræðraborgarstíg, 101 Reykjavík.


Nánari lýsing: Forstofa er með parket á gólfi og fataskáp. Stofa og eldhús eru í einu opnu og björtu rými með parket á gólfum. Eldhús er með fallegri innréttingu og góðum tækjum. Stofa er mjög rúmgóð og björt. Tvö svefnherbergi eru inni í íbúðinni og eru bæði með parketi á gólfi og fataskápum. Mjög bjart og gott forstofuherbergi er inn af gangi. Baðherbergi er með ljósri innréttingu, baðkari með sturtuaðstöðu, handklæðaofni og flísalagða veggi og gólf. Á jarðhæð er mjög gott 16,9m2 herbergi, með litlum glugga, sem notað er sem geymsla í dag. Önnur 14,8m2 geymsla, með litlum glugga, er einnig á jarðhæð sem er með wc, sturtu og lítilli eldhúsaðstöðu. Sameiginlegt þvottahús er á jarðhæðinni. Hjóla- og vagnageymsla er einnig á jarðhæð.

Lofthæð er mikil í allri íbúðinni.

Eignin er í góðu standi og er til afhendingar við kaupsamning.

Lyklar eru á skrifstofu og hægt er að sýna með stuttum fyrirvara.

Rafmagnstafla og lagnir voru endur nýjaðar fyrir þremur árum ásamt rofum í sameign. Húsið var steinað og skipt um járn á þaki árið 2000. Skipt var um stóra gluggann í sameign árið 2020. Skipt var um glugga í forstofuherbergi. Parket var slípað árið 2020. 

Allar upplýsingar veitir Gunnlaugur Hilmarsson, löggildur fasteignasali og viðskiptafræðingur, í síma 777 56 56, [email protected] , og á skrifstofu í síma 517 26 00 eða á heimasíðu okkar www.fastko.is

Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi –0,8% af heildarfasteignamati, 0,4% við fyrstu  kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.000  af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk.  sbr. Kauptilboði.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.