Fasteignasala Kópavogs kynnir eignina Grundargata 18 neðri hæð, 350 Grundarfjörður, nánar tiltekið eign merkt 00-01, fastanúmer 211-5039 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Grundargata 18 neðri hæð er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 211-5039, birt stærð 96.0 fm.
Húsið er steinsteypt hús á þremur hæðum byggt árið 1964. Í húsinu eru tvær íbúðir á stórri eignarlóð.
Hugguleg 96 fm. íbúð sem skiptist í forstofu, þvottahús, geymslu, baðherbergi, hol/stofu, eldhús og þrjú svefnherbergi. Ágætar innréttingar eru í eldhúsi og baðherbergi og á gólfum eru flísar og parket. Nýlegir gluggar eru í íbúðinni.
Íbúðin er niðurgrafin að hluta en stórir gluggar í öllum herbergjum og eldhúsi.
Stórt bílastæði fyrir 4 til 6 bíla er neðan við húsið og er það tiltölulega nýmalbikað.
Þrjár hliðar hússins voru klæddar með álklæðningu árið 2012. Þá er nýbúið að endurnýja klæðningu á þaki hússins. Ný skólplögn er frá húsinu.
Húsið er staðsett við aðalgötu bæjarins og frá því er mjög gott útsýni yfir höfnina og yfir fjörðinn. Fallegt útsýni.
Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur Hilmarsson Löggildur fasteignasali, í síma 777 56 56, tölvupóstur
[email protected]