Fasteignasala Kópavogs og Gyða Gerðarsdóttir,lögg. fasteignasali & leigumiðlari, kynna eignina: Þúfubarð 19, 220 Hafnarfjörður.
Glæsileg endurnýjuð þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli á holtinu í Hafnarfirði- Birt stærð 91.3 fm. - LAUS STRAX!Komið inn í gang, lítill fataskápur. Gott þvottahús með hilluplássi, vínyl flísar á gólfi. Glæsilegt baðherbergi, hvít innrétting, flísalagt gólf og veggir, hert gler er fyrir sturtu og góð blöndunartæki. Gott hol á gangi sem nýta má sem t.d. sjónvarpshol. Barnaherbergi með litlum skáp. Eldhús og stofa í björtu og skemmtulegu alrými. Eldhúsið er fallegt og vel búið, bæði skápum og tækjum, ljós undir skápum sem hægt er að stilla á mismunandi lýsinu. Uppþvottavél, örbylgjuofn, innbyggður ísskápur, helluborð, ofn í vinnuhæð og vifta, tækin sem öll eru ný fylgja með eigninni. Björt og góð stofa, borðstofa með gluggum á tvo vegu. Frá stofu er útgengt út á svalir. Svefnherbergi með góðum skápum. Á eldhúsi, stofu, herbergjum, gangi og holi er fallegt harðparket. Fallegir breiðir hvítir gólflistar fara mjög vel við parketið.
Fallegt útsýni til norðurs úr eldhúsi og stofu.Eignin er meira og minna öll endurnýjuð 2018: Baðherbergi, þvottahús, eldhúsinnrétting og öll tæki í eldhúsi, gólfefni og allar hurðar nema hurð fram á gang. Allt nýmálað í íbúð. Sjón er sögu ríkari!Nánari upplýsingar veitir Gyða Gerðarsdóttir Lögg. fasteignasali & leigumiðlari, í síma 695-1095, tölvupóstur gyda@fastko.is.
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi –0,8% af heildarfasteignamati, 0,4% við fyrstu kaup og fyrir lögaðila 1,6% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 50.000 auk vsk. sbr. kauptilboð.